FJÖLSKYLDU- OG SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ

 

UM OKKUR

Áratuga reynsla og þekking

Samskiptastöðin er sérhæfð meðferðarstöð sem leggur áherslu á að veita bestu meðferð sem völ er á við hvers kyns vanda sem lýtur að líðan og samskiptum fyrir einstaklinga, fjölskyldur, pör eða vinnustaði.

Við bjóðum upp á félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, sálfræðimeðferð, sambands- og hjónabandsráðgjöf, uppeldisráðgjöf, sáttamiðlun vegna deilumála, handleiðslu fyrir fagfólk og stjórnendur, úttektir og úrræði vegna samskiptavanda á vinnustöðum auk hvers kyns verktöku fyrir barnaverndarnefndir og félagsþjónustur sveitafélaga.

Allir starfsmenn eru heilbrigðisstarfsmenn og hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis auk leyfis til að starfrækja heilbrigðisþjónustu. Við störfum eftir gagnreyndum aðferðum og siðareglum. Allir starfsmenn eru í reglulegri handleiðslu hjá sérfræðingum og sækja endurmenntun.  

Hvert viðtal er 50 mínútur og kostar viðtalstíminn 17.000 kr. eða samkvæmt tímagjaldi ef um lengri viðtöl er að ræða. Flest stéttarfélög niðurgreiða viðtöl hjá Samskiptastöðinni.

FJARVIÐTÖL

Fjölskyldu- og sálfræðingar okkar hafa góða reynslu af fjarviðtölum. Við aðstoðum þig við að tengjast okkur með því að senda þér hlekk í tölvupósti þar sem þú skráir þig inn með auðveldum hætti. Eini búnaðurinn sem þú þarft er tölva eða sími og nettenging.

Við notum veflausnir sem virkar á öllum tækjum. 

COVID-19

Ef þú ert með flensueinkenni þá skaltu óska eftir að viðtal fari fram í gegnum fjarbúnað, við leiðbeinum þér með það ferli eða færa viðtalstíma. Við gætum vel að smitvörnum. Herbergi eru sótthreinsuð milli viðtala og snertifletir sótthreinsaðir reglulega yfir daginn. Við getum tryggt 2ja metra regluna á biðstofu og í viðtölum þar sem viðtalsherbergi eru rúmgóð. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það beri grímu í viðtali. 

 

ÍRIS EIK ÓLAFSDÓTTIR

Fjölskyldufræðingur, réttarfélagsráðgjafi og sáttamiðlari

 • Einstaklingsmeðferð

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð/ hjónabandsmeðferð

 • Sáttamiðlun

 • Samskiptavandi

 • Tengslavandi í fjölskyldum 

 • Uppeldisráðgjöf

 • Ofbeldi í fjölskyldum

 • Trúnaðarbrestur í parsambandi/ framhjáhald

 • Faghandleiðsla og stjórnendaþjálfun

 • Fræðsla og ráðgjöf um samskipti á vinnustöðum, mannauðsmál, vinnuvernd, ferla- og gæðastjórnun

 • Almenn verktaka í félagsráðgjöf

Yfir 20 ára starfsreynsla á sviði velferðar- og réttarvörslukerfis bæði við meðferðar- og stjórnendastörf. Hún kennir réttarfélagsráðgjöf við HÍ og í diplómaleið í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun HÍ. 

Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla frá árinu 2011. Auk þess er hún sáttamiðlari frá Sáttamiðlaraskólanum frá árinu 2019. 

Íris Eik er með eftirfarandi leyfi frá Embætti landlæknis:  Starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 2003, leyfi til að starfrækja heilbrigðisþjónustu frá 2014 og sérfræðileyfi í réttarfélagsráðgjöf frá 2018. 

Erna_Einarsd%2525C3%252583%2525C2%2525B3ttir_edited_edited_edited.jpg

ERNA BJÖRK EINARSDÓTTIR

Sálfræðingur

 • Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum

 • Kvíði

 • Félagsfælni 

 • Þunglyndi

 • Lágt sjálfsmat

 • Sorg

 • Streita, álag og kulnun 


Erna Björk útskrifaðist með BS í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og Msc gráðu í klínískri sálfræði árið 2020 og fékk starfsleyfi sama ár. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á fjórum ólíkum stöðum: Domus Mentis - geðheilsustöð, Sálfræðiþjónusta Háskólans í Reykjavík, Barnaspítala Hringsins og Þunglyndis-og kvíðateymi Landspítalans.


Samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni vinnur hún sem sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna. Áður vann hún við atferlisþjálfun barna með ADHD, einhverfu, þroskahamlanir, hegðunarvanda og ráðgjöf við foreldra.  

ERNA STEFÁNSDÓTTIR

Fjölskyldufræðingur og þroskaþjálfi

 • Einstaklingsmeðferð

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð/ hjónabandsmeðferð

 • Samskiptavandi

 • Tengslavandi í fjölskyldum

 • Uppeldisráðgjöf: Almenn og vegna fatlana/veikinda

 • Stjúpfjölskyldur

 • Steita og álag

 • Almenn ráðgjöf í þroskaþjálfun

 • Faghandleiðsla

 • Fyrirlestrar


Áratuga reynsla í fjölþættum stuðningi og ráðgjöf við einstaklinga, fjölskyldur og pör sem eiga í erfiðleikum.  Víðtæk þekking í að vinna með fjölskyldum þar sem foreldrar eða börn eru að takast á við langvinn veikindi, fötlun eða hegðunarvanda. Löng starfsreynsla í velferðarþjónustu.

Erna útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands. Hún hefur setið fjöldan allan af sérhæfðum námskeiðum um uppeldi, tengsl og tengslavanda, samskipti, sálgæslu, áföll og áfallameðferð.

Erna er með eftirfarandi leyfi frá Embætti landlæknis: Starfsleyfi sem þroskaþjálfi og leyfi til að starfrækja heilbrigðisþjónustu.

erna@samskiptastodin.is

GUÐRÚN BIRNA ÓLAFSDÓTTIR

Fjölskyldufræðingur, félagsráðgjafi og kennari

 • Einstaklingsmeðferð

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð/ hjónabandsmeðferð

 • Uppeldisráðgjöf

 • Ofbeldi í fjölskyldum

 • Tengslavandi

 • Stjúpfjölskyldur

 • Áfallameðferð EMDR

 • Almenn verktaka í félagsráðgjöf


Guðrún Birna hefur unnið með fjölskyldum á annan áratug.

Hún útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2006 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2013. Hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000. Auk þess lauk hún námi í EMDR meðferð árið 2019. Guðrún Birna hefur leyfi til að halda Circle of security foreldranámskeið.

Guðrún Birna er með eftirfarandi leyfi frá Embætti landlæknis:  Starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 2006 og  leyfi til að starfrækja heilbrigðisþjónustu frá 2019.

EYDÍS DÓRA SVERRISDÓTTIR

Félagsráðgjafi

 • Einstaklingsmeðferð

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð/ hjónabandsmeðferð

 • Samskiptavandi í fjölskyldum

 • Uppeldisráðgjöf

 • Almenn félagsleg ráðgjöf, t.d. vegna atvinnuleysis, veikinda og félagslegra aðstæðna

 • Sjálfsstyrking og fræðsla til einstaklinga og hópa

 • Almenn verktaka í velferðarþjónustu


Eydís útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún er einnig með meistaragráðu í félagsráðgjöf með áherslu á fjölskyldumeðferð frá State Univerisity of New York sem hún lauk 2001. Frá útskrift sem félagsráðgjafi hefur Eydís unnið við margvísleg störf á sviði velferðarmála. Eins hefur hún starfað við stundakennslu og verið prófdómari við Félagsráðgjafadeild HÍ til fjölda ára.  

Eydís er með eftirfarandi leyfi  frá Embætti landlæknis:  Starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 1998 og sérfræðiréttindi á sviði félagsþjónustu frá 2016.

MARÍA RÚNARSDÓTTIR

Félagsráðgjafi og sáttamiðlari

 • Handleiðsla og ráðgjöf til einstaklinga og starfsfólks

 • Stjórnendahandleiðsla

 • Sáttamiðlun

 • Félagsleg ráðgjöf og stuðningur vegna veikinda og félagslegra aðstæðna

 • Fræðsla og ráðgjöf um samskipti á vinnustöðum, mannauðsmál, vinnuvernd, ferla- og gæðastjórnun

 • Almenn verktaka í félagsráðgjöf

Yfir 20 ára starfsreynsla í velferðarþjónustu - víðtæk þekking á velferðarþjónustu, samningamálum,  vinnumarkaðs- og starfsmannamálum og vinnuvernd. 

María útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1998 með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði. Hún er sáttamiðlari frá  Sáttamiðlaraskólanum 2019 og hefur sótt fjölda námskeiða á sviði vinnumarkaðsmála, samningatækni, stjórnunar,  stefnumótunar, verkefnastjórnunar, sáttamiðlunar, gæða- og ferlastjórnunar.

María er með starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 1998 og leyfi Embætti landlæknis til að starfrækja heilbrigðisþjónustu frá 2019.

OLGA RACZKOWSKA

Félagsráðgjafi pólsku- og íslenskumælandi

 • Félagsráðgjöf fyrir pólskumælandi

 • Almenn verktaka í félagsráðgjöf fyrir félagsþjónustur og barnaverndarnefndir

Olga útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskólanum Íslands árið 2018. Hún lauk MA gráðu í félagsráðgjöf árið 2020 og fékk starfsleyfi sama ár. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra félagsráðgjafa m.a. hjá Íris Eik Ólafsdóttur sem einnig vinnur á Samskiptastöðinni og hjá Barnavernd Mosfellsbæjar. Til margra ára hefur hún unnið sem pólskur túlkur fyrir velferðarþjónustu. Frá árinu 2016 hefur hún unnið við félagsþjónustu og í dag starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni ehf.

RUT SIGURÐARDÓTTIR

Fjölskyldufræðingur og félagsráðgjafi

 • Einstaklingsmeðferð

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð/ hjónabandsmeðferð

 • Samskiptavandi

 • Ofbeldi í fjölskyldum

 • Tengslavandi

 • Stjúpfjölskyldur

 • Handleiðsla til fósturforeldra

 • Almenn verktaka í félagsráðgjöf

Rut útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2006 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2020. Hún hefur unnið með fjölskyldum og að velferðarmálum, allt frá útskrift úr Háskóla Íslands og er með mikla reynslu og þekkingu á því að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur.

Rut er með eftirfarandi leyfi frá Embætti landlæknis:  Starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 2006 og  leyfi til að starfrækja heilbrigðisþjónustu frá 2020.

SARA DÖGG EIRÍKSDÓTTIR

Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

• Einstaklingsmeðferð

• Fjölskyldumeðferð

• Parameðferð/hjónabandsmeðferð

• Sáttamiðlun

• Samskiptavandi

• Tengslavandi í fjölskyldum

• Uppeldisráðgjöf

• Handleiðsla

• Almenn verktaka í félagsráðgjöf og velferðarþjónustu

• Kennsla


Sara Dögg útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2010 og sem fjölskyldufræðingur frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er með víðtæka reynslu úr barnavernd og félagsþjónustu. Hún starfaði einnig á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem meðferðaraðili í Forvarnar- og meðferðarteymi barna. Sara Dögg hefur jafnframt starfað í umgengismálum hjá Sýslumanni og við sáttamiðlun ásamt fjölskyldumeðferð. Auk þess hefur Sara haldið námskeið og sinnt kennslu.


Sara Dögg er með eftirfarandi leyfi frá Embætti landlæknis: Starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 2010.

Hún bíður einnig uppá viðtöl á Reykjanesi. 

SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR

Félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, einstaklingsþerapisti og handleiðari

 • Einstaklingsmeðferð

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð- og hjónabandsmeðferð

 • Uppeldisráðgjöf

 • Skilnaðarráðgjöf

 • Handleiðsla fagfólks og stjórnenda.


Sigrún Júlíusdóttir hefur unnið meðferðarstarf  með einstaklingum og fjölskyldum um áratuga skeið, á eigin stofu, Tengsl frá 1982 (http://sigjul.internet.is) samhliða kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands frá 1990.  Hún hefur einnig skipulagt og kennt diplómaleiðir í handleiðslu í HÍ,  og í fjölskyldumeðferð við Endurmenntunarstofnun HÍ.  Rannsóknir hennar hafa m.a. beinst að velferð barna og fjölskyldna m.a.  í skilnaðarmálum.

Sigrún útskrifaðist sem félagsráðgjafi, frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð árið 1970

 • lauk fil. kand. próf í félagsvísindum frá Háskólanum í Stokkhólmi, 1972;

 • lauk klínísku framhaldsnámi, MSW, í hjóna-og fjölskyldumeðferð í Bandaríkjunum, frá University  of  Michigan, 1978;

 • mótaði ásamt fleirum og stundaði nám í handleiðslufræðum og -tækni á vegum Geðdeildar Landsspítalans og Institutet i familjeterapi í Gautaborg,  1980-´85;

 • lauk námi í einstaklingsmeðferð (leg. psykoterapeut) frá sálfræðideild Háskólans í Gautaborg, til löggildra meðferðarréttinda frá sænska Socialstyrelsen, 1989

 • lauk doktorsprófi  í fjölskyldufræðum frá félagsráðgjafardeild Háskólans í Gautaborg.


Sigrún hefur leyfi í félagsráðgjöf frá íslenska heilbrigðisráðuneytinu frá 1975 og leyfi

Landlæknis til að starfa sjálfstætt að meðferð/heilbrigðisþjónustu á stofu frá 1982.   

SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR

Sálfræðingur

 • Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum

 • Kvíði

 • Félagsfælni 

 • Þunglyndi

 • Lágt sjálfsmat

 • Reiðistjórnun

 • Sorg

 • Streita, álag og kulnun 

S. STELLA VIKTORSDÓTTIR

Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

 • Fjölskyldumeðferð

 • Parameðferð

 • Samskiptavanda í fjölskyldum

 • Tengslavanda innan fjölskyldu

 • Sinnir vanda vegna barna og ungmenna

 • Uppeldisráðgjöf


Stella hefur töluverða reynslu af vinnu með fötluðum og hefur starfað sem félagsráðgjafi frá útskrift 2003.  Hefur reynslu af barna- unglinga- og fjölskyldumálum. Starfaði á Barna- og unglingageðdeild árið 2003-2005, starfaði sem félagsráðgjafi hjá fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar í barnavernd 2005-2014.  Starfar nú hjá Barnaverndarstofu sem MST- þerapisti (MST-Fjölkerfameðferð).   Auk þess sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands. 

UNNUR HELGA ÓLAFSDÓTTIR

Félagsráðgjafi og handleiðari

 • Faghandleiðsla

 • Einstaklingshandleiðsla

 • Hóphandleiðsla

 • Uppeldisráðgjöf

 • Samskiptavanda í fjölskyldum

 • Sinnir vanda vegna barna og ungmenna

Unnur Helga er félagsráðgjafi frá árinu 2008 og með diplómagráðu í handleiðslufræðum frá árinu 2017 frá Háskóla Íslands. Tekur að sér handleiðslu fyrir fagfólk sem vinnur með börn og umhverfi þeirra, t.d. félagsráðgjafa, kennara og námsráðgjafa. Hefur starfað á þjónustumiðstöð og í barnavernd. Hefur reynslu af því að vinna heildræna fjölskyldumeðferð með áherslu á að styrkja samvinnu formlegra og óformlegra kerfa. Samhliða starfi hjá Samskiptastöðinni starfar hún í MST meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu.

Family%20silhouette_edited.jpg

OKKAR ÞJÓNUSTA

 

FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ

Samskipta- og tengslavandi
Uppeldismál
Skilnaðir
Stjúpfjölskyldur
Fíkn
Fjárhagsvandi
Ofbeldi í fjölskyldum
Fatlanir 
Langvinn veikindi

PARAMEÐFERÐ

Samskiptavandi
Uppeldisaðferðir
Nándarskortur
Trúnaðarbrestur/ framhjáhald
Ofbeldi í parsambandi
Fíkn
Fjárhagsvandi
Kynlífsvandi

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ

Sálfræðimeðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna
Kvíði
Félagsfælni 
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Reiðistjórnun
Sorg
Streita, álag og kulnun 
Óútskýrðir verkir

BÖRN OG UNGMENNI

Afbrotahegðun
Áhættuhegðun
Fíkn
Geðrænn vandi
Hegðunarvandi
Fatlanir, langvinn veikindi
Vandi vegna skjátíma

AÐSTANDENDUR

Stuðningur fyrir aðstandendur: 
fanga, einstaklinga með fíknivanda, fólks með fötlun, geðrænan vanda eða langvinn veikindi

SÁTTAMIÐLUN

Fjölskyldudeilur
Skilnaðarmál
Vinnustaðadeilur

FAGHANDLEIÐSLA

Handleiðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur

VERKTAKA Í FÉLAGSRÁÐGJÖF

Fyrir stofnanir s.s barnaverndarnefndir og félagsþjónustu

 

HAFA SAMBAND

Skeifan 11a

s. 419 0500

 • Facebook
 

s. 419 0500

kt. 490720-1030

Skeifan 11a

©2020 SAMSKIPTASTÖÐIN