Leitum okkur aðstoðar þegar viðvörunarljósin kvikna

Við förum með bílinn í skoðun einu sinni á ári. Við pössum uppá að dekk séu góð og hæfi árstíðum þannig að við getum ekið stöðug við misjafnar aðstæður. Við pössum upp á bensínstöðuna því við viljum komast alla leið. Við förum á verkstæði ef viðvörunarljós kveiknar eða eitthvað er ekki að virka til fulls því við viljum vera örugg og forðast kostnaðarsamar viðgerðir Kannski ættum við að hugsa um fjölskylduna og samböndin á líkan hátt þ.e taka stöðuna reglulega, vera vakandi fyrir líðan og velferð fjölskyldumeðlima, bregðast við og leita okkur aðstoðar ef viðvörunarljós kvikna. Slíkt stuðlar að hamingju og gæti komið í veg fyrir sársaukafullar viðgerðir síðar meir.


Höfundur: Erna Stefánsdóttir, fjölskyldufræðingur og Þroskaþjálfi hjá Samskiptastöðinni.


408 views
 

s. 419 0500

kt. 490720-1030

Skeifan 11a

©2020 SAMSKIPTASTÖÐIN